Á heimasíðunni undir flokknum Námsgögn eru komin ný fræðslugögn um skilgreiningu og hugtök sem notuð eru um óhefðbundin tjáskipti. Einnig um notkun á talmottu.
Við mælum með rafrænu fræðsluerindi sem er í boði fyrir starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk hjá Reykjavíkurborg á morgun, miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 14:00-16:00 og ber titilinn "Hvernig getum við best aðstoðað í námi og daglegu lífi?"