Fræðsla um hlutverk aðstoðarfólks í námi fatlaðs fólks

Leiðbeiningar til aðstoðarfólks

Hér má sjá samantekt á leiðbeiningum til aðstoðarfólks sem fylgir þátttakendum á námskeið hjá Fjölmennt.

Í leiðbeiningunum er samantekt á vinnubrögðum sem geta hentað þátttakendum á námskeiðum. Athugið að ekki er víst að allt eigi við í öllum tilfellum.

Kennarar og tengiliðir þátttakenda eru hvattir til að hafa samráð um hlutverk aðstoðarfólks í námi þátttakenda í upphafi hvers námskeiðs og gæta þess að vinnubrögð séu ákveðin með samþykki þátttakenda.

 

Rannsókn - kynning á niðurstöðum

Hér má lesa um niðurstöður rannsóknar á hlutverki aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun í meistararitgerð Helle Kristensen, kennara og verkefnastjóra. Einnig má sjá myndband með kynningu á rannsókninni.

Rannsóknin gerði hún í M.Ed.-námi sínu í sérkennslufræði árin 2018-19. 

Kynningin fór fram á Menntakviku, ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ, haustið 2020.  

Stuðningur við hlutverk aðstoðarfólks - tillögur til stjórnenda í búsetuþjónustu notenda

Hér má sjá samantekt á tillögum til úrbóta sem geta gert stjórnendur í búsetuþjónustu notenda kleift að styðja betur við hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun.

Tillögurnar byggja á niðurstöðum rannsóknar sem Helle Kristensen, kennari og verkefnastjóri, gerði í M.Ed.-námi sínu í sérkennslufræði árin 2018-19 og hefur verið kynnt undir heitinu "Milliliður, stuðningsaðili eða hlutlaus fylgdarmaður - Hlutverk aðstoðarfólks ​í námi fólks með þroskahömlun ​sem þarf mikinnn stuðning​". 

Stuðningur við hlutverk aðstoðarfólks - tillögur til kennara í námi notenda

Hér má sjá samantekt á tillögum til úrbóta sem geta gert kennara í námi notenda kleift að styðja betur við hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun.

Tillögurnar byggja á niðurstöðum rannsóknar sem Helle Kristensen, kennari og verkefnastjóri, gerði í M.Ed.-námi sínu í sérkennslufræði árin 2018-19 og hefur verið kynnt undir heitinu "Milliliður, stuðningsaðili eða hlutlaus fylgdarmaður - Hlutverk aðstoðarfólks ​í námi fólks með þroskahömlun ​sem þarf mikinnn stuðning​".