Megingildi Fjölmenntar
- Jafnræði
Fatlað fólk fái alla þá fræðslu, ráðgjöf og stuðning, sem getur talist sambærileg við það sem þykir sjálfsagt og nauðsynlegt að fólk fái almennt. Í þessu efni má benda á aðgengi fólks, annars vegar að háskólamenntun og hins vegar að fjölþættri fræðslu, sem tryggð er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og gefur vinnandi fólki kost á að endurnýja sig í starfi og daglegur lífi. Jafnræði felst meðal annars í því að fatlað fólk njóti þjónustu hjá sömu aðilum og ófatlaðir eftir því sem nokkur kostur er.
- Samskipan
Leitast verði við að skipuleggja starfsemina þannig að hún verði í nánum tengslum og samstarfi við aðra skylda starfsemi á vettvangi fullorðinsfræðslu.
- Virðing
Fjölmennt tryggir einstaklingsmiðaða, heildræna og sveigjanlega þjónustu, sem byggist á markvissu samstarfi við notandann og þá aðila sem best þekkja lífssýn hans, þarfir og áhugamál. Þess verði gætt að starfsemi, sem Fjölmennt skipuleggur, falli vel að öðru starfi þeirra sem þjónustuna nýta.
- Fjölbreytni
Starf Fjölmenntar verði skipulagt þannig að sem mest fjölbreytni verði í markmiðum, viðfangsefnum og starfsháttum, með því meðal annars að fræðsla og önnur tilboð einskorðist ekki við það sem býðst innan stofnunarinnar.
- Fullgild þátttaka
Fjölmennt skal í öllu starfi sínu leitast við að skipuleggja þjónustu sína þannig að hún efli tengsl notandans við umhverfi sitt í starfi og daglegu lífi, hvort heldur tómstundum eða daglegu starfi.
- Metnaður
Fjölmennt skal leitast við að veita góða þjónustu sem hentar öllum og stenst samanburð við það sem best hefur gefist. Starfsemin skal því byggjast á virku gæðastarfi sem tekur tillit til óska og þarfa notandans.
- Framþróun
Fjölmennt skal fylgjast vel með umræðu, þróun og rannsóknum, sem snerta málefni fatlaðra og leitast við að tileinka sér nýja þekkingu og viðhorf í starfsemi sinni. Fjölmennt endurskoðar reglulega þá þjónustu sem hún veitir.