Anna Soffía Óskarsdóttir
Kennsluráðgjafi, einkum á sviði samsettra fatlana og tjáskiptaraskana
Kennsluráðgjafi, einkum á sviði samsettra fatlana og tjáskiptaraskana
Anna Soffía er sérkennari. Hún sérhæfði sig í kennslu og starfi með fólki með umfangsmiklar tjáskiptaraskanir og mikla fjölfötlun við Statens speciallærerhögskole í Noregi. Hún vann rannsóknarverkefni um fólk með mikla tjáskiptafötlun og lífsgæði til embættisprófs við Oslo Universitet. Hún er einnig með meistaragráðu í sérkennslufræðum frá HÍ menntavísindasviði, með samanburðarverkefni á fræðum um fullorðinsfræðslu, fötlunarfræðum og námskrárfræðum með tilliti til fólks með tjáskiptaröskun og flóknar samsettar fatlanir.
Hún hefur starfað við kennslu og ráðgjöf í nær 40 ár með áherslu á þennan hóp fólks, með lífsgæði og valdeflingu að leiðarljósi og ekki síst með tjáskiptatækni (óhefðbundin tjáskipti) að viðfangsefni.
Verkefni hennar í Fjölmennt snúa einkum að þessum hópi þátttakenda á námskeiðum en einnig að hluta að einföldun og aðlögun námsefnis og námsaðstæðna fólks með fötlun.
Netfang:annaso@fjolmennt.is
Netfang: radgjof@fjolmennt.is
Símanúmer: 530 1300
Snjalltækjaráðgjafi
Helle er tónmenntakennari að mennt og hefur nýlega lokið M.Ed.-gráðu í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans við Menntavísindasvið HÍ. Hún hefur starfað við kennslu í Fjölmennt frá árinu 2007, með áherslu á tónlist og upplýsingatækni, og sem verkefnastjóri með innleiðingu snjalltækja í kennslu og daglegu lífi frá árinu 2013.
Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun sem þarf mikinn stuðning. Í kennslu sinni og verkefnastjórn hefur hún lagt sérstaka áherslu á samstarf við starfsfólk þátttakenda í búsetuþjónustu, þar á meðal aðstoðarfólk sem fylgir þátttakendum í kennslustundir, til þess að auka möguleika á að námið nýtist í daglegu lífi.
Netfang: helle@fjolmennt.is
Netfang: radgjof@fjolmennt.is
Símanúmer: 530 1300
Einhverfuráðgjafi
Jarþrúður er sjúkraþjálfari og hefur einnig MA -gráðu í fötlunarfræðum frá Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún hefur sérhæft sig í skilningi á einhverfu og aðstæðum einhverfs fólks og þá einkum hvernig ólík skynjun og skynúrvinnsla hefur áhrif á daglegt líf og hvernig best er að koma til móts við áskoranir vegna þess. Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún þetta efni með eigindlegum aðferðum þar sem hún tók viðtöl við fólk á einhverfurófi. Hún hefur gefið út bók um efni rannsóknarinnar sem nefnist Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi. Hún starfaði sem sjúkraþjálfari í 20 ár, sem einhverfuráðgjafi hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík í tæp 5 ár, sem foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfi í 5 ár og sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks í 5 ár. Hún hefur starfað sem einhverfuráðgjafi hjá Fjölmennt síðan árið 2011.
Netfang: jarthrudur@fjolmennt.is
Netfang: radgjof@fjolmennt.is
Símanúmer: 530 1300