Persónuverndarstefna Fjölmenntar

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa hvaða persónuupplýsingum Fjölmennt safnar og með hvaða hætti stofnunin meðhöndlar þær.

Fjölmennt meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu þessa.

Upplýsingar varðandi þátttakendur í námi hjá Fjölmennt.

Þegar sótt er um nám hjá Fjölmennt er beðið um eftirfarandi upplýsingar: Nafn, kennitölu, heimili, síma, netfang, og ef við á er beðið um nafn á vinnustað, vinnutíma og aðrar upplýsingar sem geta haft áhrif á tímasetningu námskeiðs. Einnig, ef við á, er beðið um nafn umboðsmanns umsækjanda og símanúmer og netfang viðkomandi.

Upplýsingar um umsækjendur eru vistaðir í aðgangsstýrðum gagnagrunni Fjölmenntar í tvö ár eftir að viðkomandi hefur sótt nám hjá Fjölmennt. Að þeim tíma liðnum er þeim eytt úr gagnagrunninum.

Starfsemi Fjölmenntar er þess eðlis að oft þarf að afla persónulegra upplýsinga um þátttakendur á námskeiðum Fjölmenntar. Þær upplýsingar eru vistaðar í aðgangsstýrðu kerfi. Gögnum með persónulegum upplýsingum er eytt þegar þátttakandi hefur lokið námi.

Fjölmennt heldur utan um námssögu þeirra sem sótt hafa nám hjá stofnuninni. Þær upplýsingar eru vistaðar í aðgangsstýrðu kerfi.

Bankaupplýsingum er safnað í tengslum við útgáfu reikninga og bókhaldskerfi.

Fjölmennt afhendir ekki þriðja aðila upplýsingar um þá sem sækja þjónustu Fjölmenntar nema þeir óski eftir því og samþykki. Einnig ef það er skylt samkvæmt lögum.

Myndbirting

Myndir frá starfi og námskeiðum eru stundum birtar á heimasíðu og samfélagsmiðlum Fjölmenntar. Samþykki þátttakanda þarf ef birta á myndir af viðkomandi. Þegar sótt er um námskeið er umsækjandi beðinn um að taka fram hvort birta megi myndir af honum.

Fjölpóstur

Fjölmennt sendir reglulega út fjölpóst þar sem minnt er á umsóknarfrest námskeiða, almennar fréttir og fréttabréf Fjölmenntar. Þegar sótt er um námskeið þarf umsækjandi að gefa samþykki sitt fyrir því að fá sendan fjölpóst.

Upplýsingar varðandi starfsfólk Fjölmenntar

Fjölmennt safnar aðeins þeim upplýsingum um starfsfólk sitt sem nauðsynlegar eru vegna launagreiðslna. Þær upplýsingar eru meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Upplýsingar eru ekki veittar öðrum nema fyrir liggi samþykki starfsmanns eða það sé skylt samkvæmt lögum.

Til baka