Nám í boði utan Fjölmenntar

Hér er yfirlit yfir aðila sem bjóða uppá nám utan Fjölmenntar! Þegar þú smellir á myndina opnast vefsíða þess sem heldur utan um námið

Dansfélagið Hvönn

Dansfélagið Hvönn hefur í mörg ár boðið uppá danskennslu fyrir fatlað fólk.  Fjölmennt hefur átt farsælt samstarf við Hvönn í mörg ár. Núna sér Hvönn um skráningar á námskeið.

Sjá nánar á heimasíðu Hvannar HÉR.

 

Eins árs nám í myndlistarskólanum

Eins árs nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík fyrir þau sem hafa lokið námi á starfsbraut eða sambærilegu námi

Íþróttafélagið Ösp

Íþróttafélagið Ösp býður upp á margar íþróttir.
Sjá nánar á heimasíðu Asparinnar 
https://ospin.is/  

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands

Námsleið við Háskóla Íslands sem er sérsniðin að nemendum með þroskahömlun og geta nemendur reiknað með að fá góðan undirbúning fyrir störf í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum eða öðrum vettvangi þar sem fatlað fólk sækir þjónustu. Tilgangur námsins er að veita fólki með þroskahömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátttöku.

Fræðslunefnd Fatlaðra Hestamannafélagið Hörður

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ, hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna.

Íþróttafélagið Fjörður

Fjörður er íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði. Hjá Firði er hægt að leggjum við stund á sund, boccia, frjálsar íþróttir og kraftlyftingar

Tónstofa Valgerðar

Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem vegna fatlana og eða sjúkdóma þurfa sérstakan stuðning. Starfstími Tónstofunnar hefst um miðjan ágúst og stendur út júní. Námskeið á vegum Tónstofunnar eru einnig í boði utan hefðbundins skólatíma. Tekið er við umsóknum um skólavist á öllum tímum. Færri komast að en vilja og eru nemendur teknir inn af biðlista. 

Hljóma

Hljóma býður uppá músíkmeðferð og sértæka tónlistarkennslu 

Um miðstöð um auðlesið mál

svona er hún

Til baka