Heilsubraut

Kynning á Heilsubraut

Kennarar á Heilsubraut fóru á Menntavísindasvið Háskólans og kynntu fyrir þroskaþjálfanemum Heilsubrautina.

 

Undirbúningur

Hér má skoða gögn sem unnin voru áður en Heilsubraut hófst ásamt gögnum sem unnin voru samhliða kennslu á brautinni.

Áður en kennsla hófst á brautinni var haft samband við þátttakendur eða aðstandendur þeirra til að afla nauðsynlegra bakgrunnsupplýsinga til að geta komið sem best til móts við þarfir þátttakenda.

Hér má sjá sýnishorn af eyðublaði fyrir bakgrunnsupplýsingar:

Bakgrunnsupplýsingar

 

Í fyrsta tíma í matreiðslu var unnið færnimat til að meta getu og færni þátttakanda í eldhúsinu.

Hér má sjá sýnishorn af færnimati og kennsluáætlun fyrir Heilsubraut 1:

Færnimat

Kennsluáætlun

Um miðja önn var gert miðannarmat til að meta stöðuna og fá nánari upplifun þátttakenda af náminu. Hvort námsefnið væri að skila sér í aukinni færni, getu og þekkingu. Einnig var farið yfir markmiðin sem þátttakendur settu sér í upphafi annar til að kanna hvort þeir væru á réttri leið. 

Hér má sjá sýnishorn af miðannarmati:

Miðannarmat 

Í lok annar var gert lokamat fyrir hvern þátt námsins, þ.e. matreiðslu, fræðslu og hreyfingu.

Hér má sjá sýnishorn af lokamati:

Lokamat

Heilsubraut 2 var hugsuð til að dýpka þekkingu og færni enn frekar og meiri kröfur lagðar á þátttakendur s.s. að auka hreyfingu á eigin vegum og eins að elda einu sinni í viku heima fyrir. 

Hér má sjá kennsluáætlun Heilsubrautar 2:

Kennsluáætlun Heilsubrautar 2

 

Matreiðsla

Á Heilsubraut var matreiðsla einu sinni í viku. Unnið var með einfaldar myndrænar uppskriftir sem auðvelt er að fylgja. 

Á Heilsubraut var matreiðsla einu sinni í viku. Unnið var með einfaldar myndrænar uppskriftir sem auðvelt er að fylgja. 

Uppskriftir að morgunmat, millimáli, hádegismat og kvöldmat og bakstur. Áhersla var á einfaldleika og hollustu. 

Í skjalinu hér til hliðar eru uppskriftir sem notaðar voru. Upplagt að nýta sér þær heima. 

 

Auk þess að elda eitthvað í hverjum tíma var lögð áhersla á fræðslu sérstaklega tengda eldhúsinu og fræðslu um hollt og óhollt mataræði sem einnig var umfjöllunarefni í Heilsufræði. 

Í fyrsta tíma í eldhúsinu var meðal annars fræðslu um mikilvægi hreinlætis og handþvottar í eldhúsi og áður en byrjað er að matreiða. Hér má meðal annars sjá hluta af þeirri fræðslu sem tekin var fyrir í eldhúsinu:

Mikilvægi hreinlætis og handþvottar

Morgunmatur

Nokkrir punktar um hollan og óhollan morgunmat

Góð ráð varðandi hollt og óhollt

Millibitar

Fæðuhringurinn

 

Heilsufræði

Hér er efni sem kennt var í fræðslutímum á Heilsubraut.

Íþróttir

Hér er efni tengt íþróttum sem kennt var á Heilsubraut. Skjalið hér til hliðar sýnir tillögu að æfingaáætlun.

Hér er efni tengt íþróttum sem kennt var á Heilsubraut. Skjalið hér til hliðar sýnir tillögu að æfingaáætlun.

Á Heilsubraut voru íþróttir kenndar tvisvar í viku. Á haustin og vorin voru skipulagðar æfingar úti en annars var líkamsrækt í World Class. Reynt var að hafa hreyfinguna sem fjölbreyttasta.

Hér eru nokkur skjöl sem tengjast hreyfingu en fleiri skjöl tengd hreyfingu eru undir flipanum Heilsufræði.

Tækjasalur - hvaða vöðva er verið að æfa.

 

Líkamsstaða

Hreyfing í páskafríi