Tónlist

Leiðbeiningar fyrir gítar

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa gítar. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við gítar-leik heima.

Á gítar-námskeiðum í Fjölmennt er unnið með tvær leiðir til að spila á gítar:

Að stilla gítarinn í venjulegri stillingu og spila með því að nota hljómagrip

eða að stilla gítarinn í opinni stillingu og spila með því að klemma strengina eftir merkingum á háls gítarsins.

Hér eru leiðbeiningar fyrir hvort tveggja:

Gítar.Að stilla strengina.Venjuleg stilling

Gítar.Hljómagrip

Gítar.Að stilla strengina.Opin stilling

Leiðbeiningar fyrir hljómborð

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa hljómborð. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við hljómborðs-leik heima.

Á tónlistar-námskeiðum í Fjölmennt er oft unnið með sjálfvirkt undirspil hljómborðsins. Þetta er líka stundum kallað "skemmtari". 

Hægt er að stjórna sjálfvirkt undirspil hljómborðsins með því að ýta á einn lykil í einu eftir bókstöfum eða litum á hljómablaði.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að merkja hljómborðið með bókstöfum og/eða litum og hvernig á að stilla á sjálfvirkt undirspil:

Hljómborð.Að nota sjálfvirkt undirspil

Leiðbeiningar fyrir bassa

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa bassa. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við bassa-leik heima.

Bassi.Að stilla strengina og merkja

Það er einnig hægt að nota gítar til að æfa sig á bassa:

Bassi.Að æfa bassa á gítar

Leiðbeiningar fyrir ukulele

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa ukulele. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við ukulele-leik heima.

Hljómablöð - hugmyndir að lögum

Hér til hliðar eru hugmyndir að lögum sem henta vel til að æfa á gítar, hljómborð, bassa eða ukulele. Með hverju lagi fylgir hljómablað með bókstöfum og litum sem hægt er að prenta út.

Tónlist frá framandi heimum

Tónlist frá framandi heimum er 6 vikna námskeið þar sem fjallað er um tónlist frá ólíkum menningarheimum.

Tónlist frá framandi heimum er 6 vikna námskeið þar sem fjallað er um tónlist frá ólíkum menningarheimum.