Önnur starfsemi

Fjölmennt kemur að ýmsum verkefnum. Hér fyrir neðan er lýsing á nokkrum verkefnum sem Fjölmennt kemur að.

Sendiherrar um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Frá árinu 2011 hefur Fjölmennt annast kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Frá árinu 2011 hefur Fjölmennt annast kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í formi verkefnis sem nefnist "Sendiherrar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks". Verkefni þetta var sett á laggirnar að beiðni Landssamtakanna Þroskahjálpar og unnið í samstarfi við samtökin.

Verkefnið var fyrsta árið styrkt af PROGRESS áætlun Evrópusambandsins. Þegar því lauk var gerður samningur við velferðarráðuneyti til þriggja ára svo halda mætti verkefninu áfram. Sá samningur var síðan framlengdur út árið 2017.

Sendiherrarnir fara víða um land, kynna samninginn og fjalla um réttindamál fatlaðs fólks. Þeir hafa unnið töluvert með réttindagæslumönnum fatlaðs fólks um land allt.

Verkefninu lauk formlega árið 2019

Sjónvarpsþættirnir Með okkar augum

Árið 2010 var að frumkvæði Landssamtakanna Þroskahjálpar haldið námskeið hjá Fjölmennt í þáttagerð fyrir sjónvarp.

Árið 2010 var að frumkvæði Landssamtakanna Þroskahjálpar haldið námskeið hjá Fjölmennt í þáttagerð fyrir sjónvarp. Í kjölfarið samdi Þroskahjálp við Ríkissjónvarpið um að taka til sýninga þáttaraðir á hverju sumri og fengu þeir nafnið Með okkar augum.

Fjölmennt styrkti gerð þáttanna með því að greiða laun aðstoðarmanns. Þeim stuðningi var hætt árið 2016 enda álitið eðlilegt að fjármögnum þáttanna næði yfir allan launakostnað.

Diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands

Haustið 2007 hófst starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Forstöðumaður Fjölmenntar var í stýrihóp námsins fyrstu árin.

Haustið 2007 hófst starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Forstöðumaður Fjölmenntar var í stýrihóp námsins fyrstu árin. Frá upphafi greiddi Fjölmennt laun umsjónarmanns námsins og var hann á launaskrá Fjölmenntar fyrstu 6 árin. Árin 2013 og 2014 styrkti Fjölmennt námið sem svaraði hálfu stöðugildi umsjónarmanns. Frá hausti 2015 hefur HÍ fjármagnað námið að fullu eins og annað nám við stofnunina.

Það er mat stjórnar Fjölmenntar að með diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun hafi verið brotið blað í menntun þessa hóps og að með því sé raungerð sú stefna að allir skuli eiga þess kost að njóta menntunar í skóla á öllum skólastigum eins og kveðið er á um í alþjóðlegum mannréttindasamningum.

Notendasamráð

Landssamtökin Þroskahjálp gerðu samning við Reykjavíkurborg um stofnun notendasamráðs fatlaðs fólks og Reykjavíkurborgar. Fjölmennt var falið að sjá um framkvæmdina.

Landssamtökin Þroskahjálp gerðu samning við Reykjavíkurborg um stofnun notendasamráðs fatlaðs fólks og Reykjavíkurborgar. Fjölmennt var falið að sjá um framkvæmdina. Auglýst var eftir þátttakendum í samráðshópinn og tóku sjö manns þátt í námskeiði þar sem þátttakendur fengu fræðslu um lög og réttindi fatlaðs fólks. Einnig fengu þau undirbúning fyrir það að segja skoðanir sínar á þjónustunni. Áhersla var lögð á fræðslu um mannréttindi og kynningu á þjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Jafnframt var lögð áhersla á jafningjafræðslu og ráðgjöf.

Ekki hefur orðið framhald á verkefninu og er því notendasamráðið ekki virkt eins og er.

List án landamæra

Fjölmennt er aðili að hátíðinni List án landamæra og hefur átt fulltrúa í stjórn hennar frá byrjun. List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins.

Fjölmennt er aðili að hátíðinni List án landamæra og hefur átt fulltrúa í stjórn hennar frá byrjun. List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Á hátíðinn vinnur listafólk saman að allskonar list. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Með hátíðinni er unnið að því að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.

Ávinningur af listahátíðinni List án landamæra:

  • List án landamæra leggur áherslu á jákvæða birtingarmynd fólks með fötlun sem fullgildra þátttakanda.
  • Listafólk og þátttakendur í hátíðinni eru fyrirmyndir. Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill og mikilvægt að fyrirmyndir séu "allskonar" og spegli samfélagið í sinni fjölbreyttustu mynd.
  • List án landamæra eykur skapandi virkni og hvetur til þátttöku í menningarlífinu.
  • Á hátíðinni skarast ósýnileg landamæri.
  • List án landamæra skapar tækifæri.
  • List án landamæra greiðir leiðir og tengir fólk saman.
  • List án landamæra stuðlar að aukinni þekkingu sem leiðir af sér minni fordóma.
  • List án landamæra eykur jákvæða umfjöllun um fólk með fötlun í fjölmiðlum.
  • List án landamæra skapar vettvang milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks og eykur þannig fjölbreytileika mannlífsins.
  • Í kringum hátíðina eykst jákvæð umfjöllun í fjölmiðlum um fólk með fötlun til muna.

Árshátíð Fjölmenntar

Árshátíð Fjölmenntar er haldin á hverju vori. 

Árshátíð Fjölmenntar er haldin á hverju vori. Hátíðin hefur undanfarin ár verið haldin í Gullhömrum í Grafarholti. Boðið er upp á matseðil, dansleik, skemmtiatriði og happdrætti. Hátíðina sækja þrjú til fjögur hundruð gestir og er hún orðin partur af félagslífi þátttakenda Fjölmenntar.

Tónleikar Fjölmenntar

Tónleikar eru haldnir tvisvar á ári, jólatónleikar í desember og vortónleikar í maí. Á tónleikunum koma fram þátttakendur á tónlistarnámskeiðum Fjölmenntar. Frítt er á tónleikana og öll velkomin.

 

Skýrsla um framkvæmd samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Hér er hægt að skoða skýrslu sem unnin var um framkvæmd samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Hér er hægt að skoða skýrslu sem unnin var um framkvæmd samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.