Hugmyndir að heimaverkefnum

Trönuberjadrykkur

Einfaldur og svalandi sumardrykkur.

Steinamálun

Steinamálun er einfalt verkefni til að vinna heima.

Frisbígolf

Gagnlegar leiðbeiningar um þessa vinsælu íþrótt.

Ljósmyndun

Hér má finna góðar hugmyndir að efni til að ljósmynda á ferð um borg og náttúru.

Slökun og náttúruupplifun

Hugarflug um sumarið.

Að búa til verkefni í launchpad

Í þessu verkefni býrð þú til þitt eigið lag á iPad.

Ritzkex kjúklingur

Sérlega ljúffengur og góður kjúklingaréttur sem gaman er að bjóða uppá.

Erfiðleikastig

Upphitun fyrir söng

Hér má sjá myndband með upphitunar-æfingum fyrir rödd og líkama fyrir þá sem æfa söng heima.

Að vatnslita

Góðar leiðbeiningar um vatnslitamálun.

Jóga-æfingar

Hér eru þrjár góðar jógaæfingar sem gott er að gera heima hjá sér.

Hugmyndir að verkefnum í spjaldtölvu til að vinna heima

Hér má fá hugmyndir að verkefnum til að vinna í spjaldtölvu heima sem stuðla að samskiptum og notalegum samverustundum.

Photos 

Taktu til í myndaalbúminu þínu og flokkaðu myndirnar í albúm. Veldu þér síðan eitt albúm á dag til að skoða og sýna fólkinu í kringum þig :-)

Notes

Skrifaðu eina færslu á dag og settu inn a.m.k. eina mynd og etv. myndskeið. Notaðu færslurnar til að ræða við starfsfólk sem er að koma á vakt um það sem þú hefur upplifað.

Adobe Spark Video

Taktu nokkrar myndir næst þegar þú ferð í göngutúr, þegar þú eldar matinn eða þegar þú horfir á eitthvað áhugavert í sjónvarpinu. Búðu til sögu úr myndunum með smá texta og hljóðupptökum.

Facebook

Skrifaðu eina færslu á dag um það sem þú gerir heima. Mundu að fylgjast með hvort þú fáir athugasemdir frá vinum þínum ;-)

Youtube

Búðu til spilunarlista með myndböndum sem þér finnst gaman að horfa á þegar þú ert heima. Vistaðu eitt nýtt myndband á dag á listann.

Smáforrit til afþreyingar

Prófaðu eitt forrit á dag af listanum "Smáforrit til afþreyingar". Skrifaðu t.d. inn í Notes eða deildu því á Facebook þegar þú rekst á forrit sem þér finnst skemmtilegt :-)

 

Skrautleg herðatré

Gamall hlutur fær nýtt líf.  Skemmtilegt og auðvelt verkefni til að vinna heima.

Uppskrift dagsins

Uppskrift dagsins er möndlukaka. Einföld og góð kaka hvenær sem er.

Gæðastund í dagsins önn

Hér eru leiðbeiningar hvernig hægt er að skapa gæðastund með þeim sem eiga erfitt með að tjá sig og hefur flókna samsetta fötlun.

Litir og tónar

Hér eru tillögur að tónlist til að hlusta á þegar málað er.

Boltagreinar- léttar æfingar með bolta

Hér í þessu myndbandi er sýnt hvernig maður getur gert æfingar heima hjá sér með bolta. 

App (smáforrit) vikunnar

Tic Tac Toe eða Mylla er app vikunnar. Mylla er ókeypis smáforrit sem hægt er að sækja á App store eða Play store.

Styrktaræfingar með teygju

Hér er myndband af styrktaræfingu með teygju.

Collage - klippimynd

Collage eða klippimynd er aðferð í myndlist. En þá er ólíkum hlutum raðað saman. Hér eru skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna að heima.

Portrett - andlitsmynd

Að gera portrett - andlitsmynd getur verið skemmtilegt verkefni. Hér er tilvalið verkefni til að spreyta sig á heima.

Brauðbollur með lyftidufti

Hér er einföld og góð uppskrift að brauðbollum með lyftidufti. 

Hugleiðsla í eina mínútu

Það er gott að beina athyglinni að önduninni. Hér er stutt hugleiðsla aðeins í 1 mínutu. 

Teygjuæfingar

Hér eru teygjuæfingar sem hægt er að gera hvar sem er.

Teygjuæfingar númer 2

Hér kemur annað myndband með fleiri teygjuæfingum. 

Jigsaw puzzles

Skemmtilegt púsl til að stytta sér stundirnar.

Leikur að litum og áferð

Einföld litablöndun.

Þakklætisæfing

Það er gott að muna eftir og rifja upp allt það sem við getum verið þakklát fyrir.

Hreyfing

Mikilvægt er að gleyma ekki að hreyfa sig, hér eru þrjár æfingar sem gott er að gera heima hjá sér.

Glerkrukka máluð og skreytt

Skemmtilegt og einfalt föndurverkefni sem auðvelt er að gera heima.

Fjögur einföld smáforrit til afþreyingar

Fjórar ferskar hugmyndir að smáforritum til að prófa í snjalltækinu heima - einföld og áhugaverð.

Heimaæfingar númer 2

Hreyfing er mikilvæg

Uppstilling

Slökun og náttúruupplifun

Hugarflug um vorið.

Litrik páskaegg - í vasa eða blómapott

Hér er hugmynd að skemmilegu og einföldu páskaföndri sem hægt er að gera heima.

Að skreyta kerti

Hér er myndband hvernig hægt er að skreyta kerti á einfaldan hátt. Skemmtilegt páskaföndur.

Haustlauf og haustlitir

Skemmtileg haust-laufa verkefni til að vinna heima.

Haustlauf og haustlitir 2

Annað haust-laufa verkefni. Tilvalið helgarverkefni.

Grasker úr dúsk - hrekkjavökuföndur

Hrekkjavaka er á næsta leyti og því er upplagt að búa til grasker úr dúsk.

Ævintýraleg kerti

Skemmtilegt verkefni til að vinna heima.

Röndótt kertakrukka

Verkefni til að skapa hlýlega birtu heima.

Jólasöngvar

Hér má finna rafræna útgáfu af hinu sívinsæla jólanámskeiði "Jólasöngvar". Prentið út texta hér til hægri og setjið svo myndbandið af stað og syngið með :-)