Boðið til veislu

Á námskeiðinu læra þátttakendur að elda smárétti.
Í hverjum tíma verða eldaðir tveir réttir. Í lok fjórða tíma velja þátttakendur fjóra rétti af þeim átta réttum sem þeir hafa eldað og búa til í síðasta tímanum. Í loka tímanum verður boðið til veislu.
Kennt er einu sinni í viku 3 kennslustundir í senn. Námskeiðið er fimm skipti.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.