Gaman saman

Á námskeiðinu verður leitast við að hafa efnisþætti kunnuglega. Meðal annars verður stuðst við efni úr menningu fatlaðs fólk. Tekið verður mið af áhugamálum og reynslu þátttakenda.  

  • Áhersla verður lögð á: 
  • Að tilheyra 
  • Að tengja þátttakendur saman 
  • Að hafa gaman saman 

Markmiðið er að eiga góða stund í góðum hópi þar sem hver og einn fær rými til að vera hann sjálfur. Leitast er við að efni sé framsett á sjón- og heyrnrænan hátt ásamt því að vera kunnuglegt fyrir þátttakendum. Viðfangsefni eru viðburðir árstíða og áhugamál þátttakenda. Tónlist er stór þáttur í námskeiðinu. Rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinganna, reisn og vellíðan.

Notast verður við myndir, texta og tóna sem verður varpað á gagnvirka töflu (SMART board). Powerpoint glærur þar sem myndefni og fleira er sótt á Internetið. Einnig er stuðst við efni af You-tube og upplýsingar frá aðstandendum/tenglum um einstaklinginn er varðar umræðu á námskeiðinu.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Námskeiði er í 7 vikur, einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.  

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.700-11.700
Tími: 7 vikur