Grunnnám í forritun

Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnatriði forritunar með Scratch. Scratch er kubbaforritunarmál hannað til þess að kenna grunnhugtök forritunar og hvernig eigi að forrita í einföldu og myndrænu umhverfi.
Nemendur hanna og forrita með leiðbeinanda Skema.
- Scratch er skemmtilegt og hvetjandi forritunar umhverfi var hannað til að kenna fyrstu skrefin í forritun.
- Scratch er frítt forritunarumhverfi sem er aðgengilegt á netinu. Þetta gerir það að verkum að nemendur geta auðveldlega haldið áfram að fikta í og læra á forritun heima við.
- Scratch er aðgengilegt á íslensku.
Námið er ætlað fólki sem vill læra skemmtilegar leiðir til þess að forrita.
Hæfni:
Forritun, Scratch, þrautalausnir, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, ábyrg tölvunotkun.
Námskeiðið er 40 klukkustundir og fer kennslan fram hjá Framvegis miðstöð símenntunar 2 x í viku, 2 klst. í senn í 10. vikur.
Nánari tímasetning auglýst síðar.
Umsóknarfrestur er 16. júní.
Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Framvegis og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér. Að öðrum kosti getur viðkomandi ekki sótt þetta námskeið.