Hugmyndabókin mín

Hugmyndabókin mín geymir hugmyndir og minningar sem þátttakandi upplifir í daglegu lífi. Það getur verið eitthvað fallegt og áhugavert sem hann sér, heyrir eða snertir sem virkjar sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið.
Dæmi um útfærslu á hugmynd:
Myndverk:
Teikning, málun, klippimynd eða blönduð tækni.
Þrívítt verk: Skúlptúr úr leir, pappír, textíl eða öðrum efnivið.
Textaverk : Unnið með bókstafi, orð, setningu eða ljóð.
Unnið er með hugmyndabókina á milli kennslustunda og því mikilvægt að þátttakandi fái aðstoð heima við útfærslu hennar eftir þörfum.
Námskeiðið er einu sinni í viku í 7 vikur, 2 kennslustundir í senn.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.