Klassísk tónlist

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einlægan áhuga á klassískri tónlist af ýmsu tagi.
Langar þig að vita meira um óperur, sinfóníur eða sónötur? Eða að fá nýjar hugmyndir að klassískri tónlist til að hlusta á?
Áhersla er á hlustun og ánægju af efni námskeiðsins og unnið verður með fræðslu um tónlistina og tónskáldin. Þátttakendur fá aðstoð við að gera sinn eigin klassíska spilunar -lista sem þeir geta hlustað á heima.
Kennt er einu sinni í viku, 1 klukkustund í senn.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.