Laxdæla

Laxdæla saga er ein af Íslendingasögunum sem skrifuð var fyrir meira en þúsund árum síðan.
Sagan segir frá landnámi Auðar djúpúðgu í Dalasýslu, fólki sem kom með henni þangað og afkomendum þeirra, sem margir bjuggu í Dölunum.
Sagan fjallar um vináttu, ást, heiðarleika, samskipti og sátt. Og líka um svik, hatur, óheiðarleika og hefnd.
Segja má að sagan sé bæði ástarsaga og glæpasaga.
Margir þekkja orð Guðrúnar Ósvífursdóttur: „Þeim var ég verst er ég unni mest“
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður sagan lesin og sögð. Ekki er gerð krafa um lestrarfærni heldur fyrst og fremst áhuga á að kynnast sögunni og ræða um hana. Sagan er til á hljóðbók. Sagan verður meðal annars notuð til þess að fjalla um:
- Samfélagið á tímum Laxdæla sögu og samfélagið í dag
- Mannkosti
- Ástina
- Samskipti kynjanna
- Kvenleika og karlmennsku
- Samskipti og tengsl
Kennsluefni fylgir námskeiðinu:
- Laxdæla saga: Stytt og endursögð útgáfa eftir Gunnar Karlsson.
- Aðgangur að vefbók og hljóðbók er á vef Menntamálastofnunar.
8 vikur 2 kennslustundir á viku.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.