Listfræðsla og sköpun í bland

Þetta námskeið er tvískipt, bæði verður farið á sýningar á listasöfnum og unnið að myndlist í Fjölmennt útfrá sýningum.
Á námskeiðinu verður farið á listasýningar á Listasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. Við fáum leiðsagnir um sýningarnar og ræðum um verkin. Farið verður á Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Nýlistasafnið, Kling og Bang, List án landamæra og Gerðarsafn.
Þátttakendur vinna í framhaldinu verk sem tengjast sýningum og nota tækni og aðferðir í anda verka á sýningum.
Námskeiðið er einu sinni í viku í 7 vikur, 3 kennslustundir í senn.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.