Litir og tónar

Námskeið þar sem þátttakendur upplifa tónlist og myndlist með hljóðum og snertingu. Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa litla hreyfigetu.

Á námskeiðinu er unnið með upplifun af tónlist og myndlist. Hlustað er á heimstónlist sem valin er með hliðsjón af myndefninu sem unnið er með hverju sinni. Námskeiðið er byggt upp kringum þemavinnu með grunnlitina. Notuð er sýnikennsla jafnframt því sem þátttakendur mála eftir atvikum með fingrum, svömpum eða penslum.

Kennt er einu sinni í viku, 1,5 - 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðið er í 8. vikur, einu sinni í viku 1-2 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 16. júní. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: 8 vikur