Ljósmyndun

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í myndatöku, eftirvinnslu og birtingu á vefmiðlum ef þátttakendur vilja.

Myndataka: 

Farið er yfir grunnatriði myndatöku, hvort sem er ef tekið er á síma eða á myndavél. Við skoðum lýsingu, myndbyggingu, ólíkar tegundir ljósmynda m.a. portrett, landslag, nærmyndir og fjarmyndir.  Myndir verða teknar inni í stúdíói og utandyra.

Myndvinnsla: 

Notuð eru einföld forrit í snjalltækjum til þess að vinna myndirnar.

 Vef og samfélagsmiðlar: 

Skoðuð verða helstu myndaforrit og lært á hvernig er hægt að vinna myndir og birta á miðlum ef þátttakendur óska eftir því.

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.


Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.700-11.700
Tími: 7 vikur
Margrét Norðdahl