Málað og skreytt

Skemmtilegt námskeið þar sem ýmsir hlutir eru skreyttir. Til dæmis hlutir úr tré, gleri, pappír og pappa.

Þátttakendur skreyta fjölbreytta hluti út t.d. tré, gleri, pappír og pappa. Unnið er með límlakk, málningu, gamaldags ljósmyndir og litríkan föndurpappír, blúndur, stensla, stimpla og ýmislegt fleira.

Markmiðið er að þátttakendur læri að útbúa hluti til að fegra sitt nánasta umhverfi og geti nýtt sér aðferðirnar í sínum tómstundum.

Áhersla er lögð á sköpunargleði og áhugasvið hvers og eins.

Kennt er einu sinni í viku í 8 vikur, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 14.600-19.000
Tími: 8 vikur
Nanna Eggertsdóttir