Málun

Á námskeiðinu verður farið í grundvallaratriði í akrýlmálun. Námskeiðið hentar þeim sem vilja leggja áherslu á málun og dýpka þekkingu sína og vinnubrögð.

Farið er í:

  • Efni
  • Tækni
  • Litablöndun
  • Aðferðir og stílbrögð
  • Listasögu

Í byrjun verður unnið eftir uppstillingum og fyrirmyndum og síðan farið í persónulegri vinnubrögð þar sem nemendur ákveða viðfangsefni sjálf.

Kennt er kennt einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 16.600
Tími: 7 vikur
Margrét Norðdahl