Samfélagsmiðlar

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvaða samfélagsmiðla er hægt að nota í snjalltækinu sínu, síma, spjaldtölvu eða tölvu.

Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur finni samfélagsmiðla sem hentar þeim og þau hafa gaman af. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðla til að tengjast betur fjölskyldu, vinum og samfélaginu sjálfu. Sérstaklega verður farið yfir örugga netnotkun varðandi samfélagsmiðla.

Forritin sem hægt er að vinna með á námskeiðinu eru:

Facebook

  • Hvernig er hægt að skrifa færslu (status)
  • Hvernig hægt er að setja inn mynd/myndband
  • Hvernig er hægt að skoða prófílinn sinn

Messenger

  • Hvernig er hægt að senda skilaboð
  • Hvernig er hægt að senda og hlusta á hljóðskilaboð
  • Hvernig er hægt að hringja myndsímtal

Instagram

  • Hvernig er hægt að fylgja öðrum notendum
  • Hvernig er hægt að skoða sögur (story)
  • Hvernig er hægt að bregðast við sögum
  • Hvernig er hægt að setja inn sögu og/eða mynd á eigin miðil
  • Hvernig er hægt að tengja Instagram og Facebook saman

Tik Tok

  • Hvernig er hægt að skoða myndbönd
  • Hvernig er hægt að setja inn myndband
  • Hvernig er hægt að deila myndböndum á aðra miðla svo sem Facebook eða Instagram.

Kennt er einu sinni í viku 1 - 2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

 

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.800-23.700
Tími: 8-16 vikur
Helle Kristensen
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Eydís Hulda Jóhannesdóttir