Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttinda fatlaðs fólks

Samningur Sameinuðu þjóðanna fjallar um ýmis réttindi fatlaðs fólks. Til dæmis að ráða hvar við búum og með hverjum, rétt til þess að mennta sig og hafa vinnu og rétt til þess að eiga fjölskyldu og sjálfstætt líf.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er gerður til þess að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Fatlað fólk á samninginn og það er mikilvægt að það þekki samninginn vel.
Margskonar hugtök verða útskýrð, til dæmis hvað er sjálfsákvörðunarréttur, samfélag án aðgreiningar, fordómar og mismunun.
Talað verður um ýmis mannréttindamál sem fjallað er um í fjölmiðlum meðan á námskeiðinu stendur.
Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna verða með ýmis erindi á námskeiðinu.
Kennt er einu sinni í viku, þrjár kennslustundir í senn.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.