Slökun og náttúruupplifun

Náttúran og skynjun hennar í slakandi umhverfi er meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Við vinnum með náttúruna út frá þeirri árstíð sem við erum stödd í með fræðslu, upplifun, uppgötvun og rannsókn. Tímarnir einkennast af fegurð, flæði og nálgun við hvern og einn.
Hljóð, snerting og lykt, sem tengjast náttúrunni eftir árstíðum, eru færð inn í kennslustofuna. Við hlustum og horfum á náttúrumyndbönd og vinnum með skynjun og snertingu við plöntur, ilm, vatn, regn, fuglahljóð, öldunið og vind. Birta, hljóð, litir, litbrigði, lykt, áferð, andstæður s.s. ljós og skuggar leika þar lykilhlutverk.
Lögð er áhersla á að nemendur finni fyrir öryggi í aðstæðum, nái slökun og ró, njóti hughrifa sem kvikna í augnablikinu.
Námskeiðið er í 8. vikur, 1-2 kennslustundir í senn.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.