Storytel - hljóðbækur

Storytel er hljóðbókaveita fyrir hljóðbækur sem notendur eru áskrifendur að. Í forritinu er hægt að hlaða niður og hlusta á fjölbreytt safn hljóðbóka.

Hljóðbókaveitan gefur kost á því að hlusta ótakmarkað úrval hljóðbóka á íslensku og ensku. Hægt er að vista bækur niður á snjalltækið og hlusta hvar og hvenær sem er.

Á námskeiðinu verður prufuaðgangur að forritinu sóttur og möguleikar þess kynntir. Í lokin verður metið í samstarfi við tengla þátttakenda hvort áhugi er fyrir að nota forritið heima og kaupa áskrift. 

Kennt er einu sinni í viku, 1,5 - 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðið er í 3 skipti.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Tölvupóstur sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 3.900 - 4.400
Tími: 3 skipti
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir