Sungið undir bláhimni

Á námskeiðinu verður gítarinn dreginn fram og sungin skemmtileg lög undir berum himni. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja rifja upp lögin fyrir útileguna, ættarmótið, þjóðhátíðina eða bara komast í gott sumarskap.
Kjörið tækifæri til þess að draga upp útilegupeysuna og sólgleraugun og syngja sumarið inn.
Námskeiðið er í eitt skipti í eina klukkustund.
Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Staðsetning: Ákveðin síðar.
Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí -28.maí
Umsóknarfrestur er 30.apríl.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.