Sushi

Langar þig að læra að gera sushi? Á þessu námskeiði verða tekin fyrstu skrefin í átt að verða sushi meistari. Gerðar verða nokkrar tegundir af sushi, borðað saman og haft gaman.
Á námskeiðinu fá þátttakendur almenna fræðslu um sushi og læra að rúlla sínar eigin maki-rúllur. Smakkaðar eru fjölbreyttar tegundir af sushi og haft gaman saman.
Meðal rétta sem búnir verða til eru:
- Surf & turf
- Amazon
- 2 tegundir af nigri
- Hot Maguro
Námskeiðið er einu sinni í viku, 2,5 kennslustundir í senn í 6 vikur.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.