Þróunarsamvinna í öðrum löndum

Hvað er þróunarvinna? Í hvaða löndum er Ísland í þróunarsamvinnu og hvað er verið að gera í þeim löndum? Hvernig er hægt að taka þátt í þróunarsamvinnu? 

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp. Þau hafa hlotið styrk til þess að styðja við menntun og samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Mangochi-héraði í Malaví. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu.

Hér er hægt að lesa um verkefnið.

Við fáum að heyra hvað starfsfólk Þroskahjálpar er að gera í Malaví ásamt mörgu öðru sem spennandi er að læra um.

Námskeiðið er 8 skipti, 2-3 kennslustundir í senn.

Tími og dagsetning ákveðin í samráði við þátttakendur.

Staður: Fjölmennt
Verð: 12.400-15.600
Tími: 8 vikur