Tölvur og tæki til virkni og samspils

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakandinn með hjálp tækja svo sem rofa, tölvu eða snjalltækis upplifi sig sem bæði geranda og félaga á eigin forsendum.

Með því að nota rofa er stundum hægt að vera virkari og ráða meiru um það sem gerist hér og nú og snjalltækin geta opnað nýjar leiðir fyrir einstaklinginn að sýna áhuga og hafa áhrif.

Leitað er leiða til að tölvur og tæki geti bætt nýjum möguleikum við virkar tómstundir í samspili við aðra. Ýmis tæki eru prófuð og leitað allra leiða til að auka virkni og vald þátttakanda í afþreyingu með öðrum. 

Markmið námskeiðsins fer eftri þátttakendurm hverju sinni en geta meðal annars verið:

  • Að auka virkni og sjálfstæði með öðrum
  • Að auka vald yfir aðstæðum og viðfangsefnum
  • Að auka valkosti í viðfangsefnum
  • Að efla tjáningu
  • Að læra að nota snjalltæki til að velja og segja frá.

Unnið er með leiki og afþeyingarforrit, efnisveitur á veraldarvefnum eins og Facebook og Instagram, allt eftir áhuga og möguleikum hvers og eins. Áhersla er lögð á eigin virkni og frumkvæði um leið og unnið er með leiðir til að velja og tjá skoðun sína og tilfinningar.

Gott samstarf þarf að vera milli kennara og aðstandenda eða starfsmanna þátttakandans til að námið skili árangri.

Vakin er athygli á að boðið er uppá fræðslu um notkun snjalltækja fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Námskeiðið er haldið einu sinni í viku, 1 - 2 kennslustundir í senn.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.800-23.700
Tími: 8-16 vikur
Eydís Hulda Jóhannesdóttir