Vítt og breitt - mál málanna

Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á samfélagsmálum og réttindum fatlaðs fólks. 

Á námskeiðinu er fjallað um það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni eins og fram kemur á frétta- samfélags- og ljósvakamiðlum með áherslu af fréttum um fatlað fólk. Sérstaklega verður skoðað nýlegt efni þar sem fólk með þroskahömlun tjáir sig um réttindi, líf og störf.

Fyrirkomulag námskeiðsins verður þannig að tekin verða fyrir ákveðin mál í hverjum tíma og samræður í kjölfarið. Leitast verður við að beita gagnrýninni hugsun og tileinka sér ákveðin hugtök. Tekið verður mið af samsetningu hópsins og áhugamálum.

Markmið námskeiðsins eru meðal annars:

  • Að vera betur upplýstur um það sem er efst á baugi í samfélaginu
  • Að gera sýnileika fatlaðs fólks að umfjöllunarefni
  • Að skiptast á skoðunum og mynda sér skoðun
  • Að efla fumkvæði og virkni

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn. Námskeiðið er í 7 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.700-11.700
Tími: 7 vikur