Vor- og náttúruupplifun í Grasagarðinum

Að upplifa vorið, veðrið og náttúruna í gróðri og jarðvegi.

Á leið um Grasagarðinn skoðum við og fræðumst um það sem fyrir augu ber. Til dæmis steinahæðina, ýmsan gróður, trjáplöntur og blóm. Við kynnumst einnig fjölbreyttum kryddtegundum og þeir sem vilja fá tækifæri á að snerta og finna ilminn af þeim. Við skoðum líka matjurtagarðinn þar sem kennir ýmissa grasa og við fræðumst um hvernig það sem ekki nýtist af matjurtum verður að moltu.

Námskeiðið er í eitt skipti. 

Staður: Grasagarðurinn í Reykjavík.

Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 31.maí - 5.júní.
Nánari tímasetning auglýst síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki. 

Umsóknarfrestur er 30. apríl.

Athugið að þeir sem þurfa á aðstoð að halda hafi aðstoðarfólk sér við hlið. Einnig er mikilvægt að vera í hlýjum fatnaði og jafnvel að hafa teppi meðferðis.

 

Staður: Grasagarðurinn í Laugardal
Verð: 2.000
Tími: Eitt skipti