Jól á Ylströndinni

Á námskeiðinu munum við eiga notalega stund á Ylströndinni í Nauthólsvík, fá okkur kakó eða kaffi í pottinum, fara í gufubað og dýfa okkur í sjóinn ef fólk vill.

 

  • Námskeiðið er sérsniðið að hverjum þátttakanda og óskum hans, aðalatriðið er að eiga notalega stund við sjóinn.
  • Á Ylströndinni í Nauthólsvík eru búningsklefar með sturtum og góð aðstaða til að fara í heitann pott og gufu og dýfa sér eða tánum í sjóinn ef fólk vill.
  • Í Nauthólsvík eru sérstakir hjólastólar á uppblásnum dekkjum fyrir þau sem þurfa til að komast um svæðið yfir sandinn og út í sjó.

 

  • Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 11. til 19. desember. Nánari tímasetning auglýst síðar.
  • Námskeiðið er í eitt skipti, 2-3 kennslustundir.
  • Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.
     

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakenda með tímasetningu námskeiðsins.

Staður: Ylströndin í Nauthólsvík
Verð: 1.700
Tími: Eitt skipti