Áskorun um að fötluðu fólki sé hleypt inn í Háskóla Íslands á hverju ári
11.09.2025
Starfstengt diplómanám er kennt í Háskóla Íslands. Í náminu er bara tekið við nemendum annað hvert ár. Það er minna en hefur verið undanfarin ár. Jóhanna Brynja Ólafsdóttir sem kláraði námið í vor hefur barist fyrir því að þessi niðurskurður verði tekin til baka. Hún setti því af stað undirskriftarlista ásamt Þorskahjálp til þess að mótmæa þessari ákvörðun.
„Ég sé fyrir mér að allir eigi rétt á háskólanámi, sama hvort þau séu með fötlun eða ekki og það eigi ekki að láta fjárskort bitna á fötluðum sem er lítill hópur innan risastórs skóla.“ Jóhanna Brynja Ólafsdóttir
Hér er hægt að skrifa undir og taka undir orð Jóhönnu