Endurmenntunarferð til Portugals
10.09.2025
Í lok ágúst mánaðar fór starfsfólk Fjölmenntar í skemmtilega endurmenntunarferð til Lissabon í Portúgal. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Associação Qe (Quinta Essência) og kynna okkur fjölbreytta starfsemi þeirra sem felst í fræðslustarfsemi, vinnu-/vikrni-úrræði og búsetuþjónustu. Í heimsókninni fékk starfsfólk Fjölmenntar fræðslu um hugmyndafræðilegan grunn starfseminnar og fékk einnig tækifæri á að kynna starfsemi Fjölmenntar og eiga samtal um sameiginlega snertifleti og möguleika á samstarfi.
Hér má sjá mynd af starfsfólki Fjölmenntar og Quinta Essencia eftir vel heppnaða heimsókn. Á myndinni heldur starfsfólk QE á póstkortum með verkum eftir Elínu SM Ólafsdóttur listakonu sem við færðum QE.