Kvennavika í Fjölmennt

Kvennavika í Fjölmennt 

Í þessari viku eru 2 sérstakir daga: 

  • Bleiki dagurinn 

  • Kvenna·verkfall 

Fjölmennt tekur þátt í báðum dögunum. 

Bleiki dagurinn 

Bleiki dagurinn er á miðvikudaginn. 

Þá eru margir í bleikum fötum. 

 

Bleiki dagurinn er til að minna á krabbamein. 

Krabbamein er hættulegur sjúkdómur. 

 

Þú getur tekið þátt í Bleika deginum. 

Til dæmis með því að: 

  • vera í bleikum fötum 

  • kaupa Bleiku slaufuna 

Kvenna·verkfall 

Á föstudaginn er kvenna·verkfall. 

Verkfall er þegar fólk mætir ekki í vinnuna. 

Til dæmis til þess að: 

  • fá hærri laun 

  • mótmæla. 

 

Á föstudaginn ætla margar konur í verkfall. 

Konurnar vilja:  

  • hærri laun 

  • minna ofbeldi 

  • að konur þurfi ekki að gera mest á heimilinu. 

 

Ert þú sammála? 

Þá getur þú líka farið í verkfall. 

 

Konurnar í Fjölmennt ætla í verkfall. 

Þess vegna verða fá námskeið í Fjölmennt á föstudaginn. 

 

Verður mitt námskeið á föstudaginn? 

Kannski. 

Fjölmennt lætur þig vita. 

 

Klukkan 2 eftir hádegi á föstudaginn verður útifundur. 

Útifundurinn er á Arnarhóli.  

Arnarhóll er í miðbæ Reykjavíkur. 

Smelltu hér til að lesa meira um kvenna·verkfall. 

Athugaðu: Þessi síða er ekki á auðlesnu máli.