Listvinnslan hlaut tilnefningu til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka

Mynd fengin af obi.is af listafólki Listvinnslunar, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Ölmu Ingólf…
Mynd fengin af obi.is af listafólki Listvinnslunar, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Ölmu Ingólfsdóttur formann ÖBÍ réttindasamtaka

Þann 3.desember síðast liðin, á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks, veitti ÖBÍ réttindasamtök Hvatningarverðlaun. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. 

Í ár var Listvinnzlan tilefnd fyrir brautryðjendastarf á sviði listsköpunar fatlaðs fólks og fjölgun atvinnutækifæra. Við í Fjölmennt eru afar stolt af þessari mikilvægu viðurkenningu enda hefur Listvinnslan haldið námskeið í samstarfi við Fjölmennt í nokkrar annir með góðum árangri. 
Markmið Listvinnslunar eru að tryggja stöðugan, aðgengilegan og styrkjandi vettvang sem bætir lífsgæði, skapar tækifæri og styrkir stöðu fatlaðs listafólks á Íslandi og víðar.

Við óskum Listvinnslunni innilega til hamingju með tilnefningunna. 

Einnig voru tilefndir Hákon Atli Bjarkason, fyrir að stuðla að inngildingu ungs fatlaðs íþróttafólks og Sigurður Hólmar Jóhannesson fyrir að lyfta grettistaki í málaflokki fatlaðra barna og barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Magnús Orri Arnarson hlaut svo Hvatningarverðulaun ÖBÍ fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.

Innilega til hamingju öll!


Listvinnslan opnaði nýlega sýningu þar sem hægt er að skoða og kaupa verk Listafólks m.a. af námskeiðum Listvinnslunar í Fjölmennt. Við hvetjum ykkur til þess að fylgja Listvinnslunni á facebook eða instagram til þess að sjá opnunartíma í desember.