Miðstöð um auðlesið mál

Snorri Rafn Hallsson
Snorri Rafn Hallsson

Miðstöð um auðlesið mál

Fjölmennt hefur tekið að sér að sjá um rekstur Miðstöðvar um auðlesið mál. Miðstöðin var áður staðsett hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Snorri Rafn Hallsson hefur verið ráðinn starfsmaður stöðvarinnar.

Snorri Rafn lauk meistaranámi í heimspeki frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2016. Hann hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu-Rás 1, verið upptökustjóri og textasmiður.

Starfsemi miðstöðvarinnar er í mótun. Helstu verkefni hennar til að byrja með er vinna fyrir Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti við að einfalda texta lagagreina sem varða fatlað fólk.

Mikilvægt verkefni stöðvarinnar er að bregðast við málefnum líðandi stundar og að fólk fái auðlesnar og hlutlausar upplýsingar um það sem er að gerast á hverjum tíma.

Í starfi miðstöðvarinnar er samráð við fatlað fólk mjög mikilvægt til að byggja á þekkingu þeirra sem nýta sér auðlesið mál og læra af þeirra reynslu. Skoða þarf hvernig fólki finnst best að taka á móti upplýsingum og skoða hvernig það notar netið, smáforrit og snjalltæki sér til aðstoðar í daglegu lífi. 

Í framtíðinni mun verða hægt að leita til miðstöðvarinnar til að lesa yfir efni sem þegar hefur verið búið til af starfsfólki hjá hinum ýmsu stofnunum og sveitarfélögum, farið yfir efni, ráðgjöf veitt um framsetningu, texti lagfærður og veitt ráðgjöf um miðlun efnisins.

Við er mjög spennt yfir þessum tímamótum og bjóðum Snorra Rafn velkominn til starfa