Nám fyrir öll - hvað er að frétta? Ráðstefna Fjölmenntar

smelltu á myndina til þess að stækka hana
smelltu á myndina til þess að stækka hana

Föstudaginn 19.apríl verður ráðstefna á vegum Fjölmenntar um menntunartækifæri fatlaðs fólks. 

Á ráðstefnunni fáum við að heyra reynslu sögur fatlaðs fólks af menntun og einnig kynningu á námi í boði.

Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52. 

Ráðstefnan er frá klukkan 13:00-16:00, í hléi verður boðið upp á léttar veitingar. 

Ráðstefnustjórar eru Sveinbjörn B. Eggertsson og Hróbjartur Árnason

Ráðstefnan er haldin í framhaldi af ráðstefnunni : Nám er fyrir okkur öll sem var haldin í mars 2022

Táknmálstúlkur og rittúlkur túlka ráðstefnuna.

Gott aðgengi fyrir alla.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í streymi hér: https://vimeo.com/event/4222796 

Aðgangur ókeypis og er opinn öllum en fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig hér.


Hér er hægt að sjá dagskrá ráðstefnunar