Starfsnemar í Fjölmennt

Stella og Aþena
Stella og Aþena

Undanfarnar vikur hafa tveir starfsnemar verið hér í Fjölmennt. Þær Aþena Marey og Stella sem eru nemendur á 3.ári í tómstunda og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. 

Í Fjölmennt hafa þær verið að skoða ýmislegt m.a. aðstoðað við undirbúingsnámskeið fyrir umsækjendur í leiklist í Listaháskólanum, aðstoðað leikhópinn Fjölleikhúsið sem er að fara að sýna á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og setið tíma á námskeiðum í Fjölmennt. 

Það hefur verið mjög gaman, gagnlegt og fróðlegt að hafa Aþenu og Stellu hjá okkur og við óskum þeim góðs gengis í framtíðinni!