Takk fyrir samstarfið Ása!

Ása með kveðjugjöfina sína
Ása með kveðjugjöfina sína

Takk fyrir samstarfið Ása! 

Í apríl lét Ásgerður Hauksdóttir verkefnastjóri af störfum hjá Fjölmennt. Ása, eins og hún er alltaf kölluð, hóf störf sem kennari  hjá Fjölmennt haustið 2002 og sinnti kennslu til ársins 2013 en þá tók hún við starfi verkefnastjóra námskeiða. Hún var einnig staðgengill forstöðumanns og sinnti því starfi haustið 2018 þegar forstöðumaður var í leyfi.  

Ása á að baki langan og farsælan starfsferil hjá Fjölmennt og  hefur átt mikinn þátt í faglegu starfi stofnunarinnar. Í starfi sínu sá hún um innritun á námskeið og átti mikil og góð samskipti við nemendur og talsmenn þeirra. Hún tók einnig þátt í erlendum samstarfsverkefnum sem Fjölmennt er aðili að. 

Ása hefur nú hafið störf sem ráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks hjá Mosfellsbæ. 

Við þökkum Ásu fyrir frábært samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi og öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.