Til hamingju Sigurlaug Sara
Sigurlaug Sara Jónsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Listar án landamæra 2025.
Sigurlaug Sara er tónskáld og flytjandi sem hefur sýnt mikla elju, forvitni og sköpunargleði í tónlistinni. Hún hefur lagt stund á hljóðfæraleik og tónsköpun hjá Fjölmennt og þróað eigin aðferð til að skrifa og hljóðrita verk sín í stafrænu formi. Sigurlaug hefur jafnframt mótað sitt eigið kerfi til að skrá tónsmíðar – eins konar myndrænt nótnakerfi eða uppdrátt að verkunum sem endurspeglar persónulega sýn hennar á tónlist.
Sigurlaug Sara verður á dagskrá í tónleikum í IÐNÓ sunnudaginn 2. nóvember, kl. 14:00–18:00. Þar mun hún flytja nokkur frumsamin tónverk – sum þeirra með eigin textum og ljóðum.
Við óskum Sigurlaugu Söru innilega til hamingju með verðlaunin!
