Til hamingju Sigurlaug Sara

Sigurlaug Sara
Sigurlaug Sara

Sigurlaug Sara Jónsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Listar án landamæra 2025.

Sigurlaug Sara er tónskáld og flytjandi sem hefur sýnt mikla elju, forvitni og sköpunargleði í tónlistinni. Hún hefur lagt stund á hljóðfæraleik og tónsköpun hjá Fjölmennt og þróað eigin aðferð til að skrifa og hljóðrita verk sín í stafrænu formi. Sigurlaug hefur jafnframt mótað sitt eigið kerfi til að skrá tónsmíðar – eins konar myndrænt nótnakerfi eða uppdrátt að verkunum sem endurspeglar persónulega sýn hennar á tónlist.

Sigurlaug Sara verður á dagskrá í tónleikum í IÐNÓ sunnudaginn 2. nóvember, kl. 14:00–18:00. Þar mun hún flytja nokkur frumsamin tónverk – sum þeirra með eigin textum og ljóðum.

Við óskum Sigurlaugu Söru innilega til hamingju með verðlaunin!