Jólanámskeið

Jóla - palladans

Jólatónlist, stuð og dans. Þetta er fullkomin tími til að fá púlsinn aðeins upp með dansi og nokkrum æfingum með palli. Í lok tímans verður boðið upp á teygjur og slökun.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 1 skipti

Jóla - smáréttir

Hvað er skemmtilegra en jólaboð með góðum hátíðarréttum. Á námskeiðinu munu þátttakendur elda og búa til hátíðlega smárétti sem hægt er að bjóða uppá hvort sem það er í góðu matarboði eða farið með sem smárétt í hátíðarboð.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólagleði og siðir í öðrum löndum

Langar þig að fræðast um jólahald í öðrum löndum? Á þessu námskeiði verður farið yfir ólíka jólasiði og jólahald víða um heim í stuttu máli og myndum. Einnig verða sungin jólalög frá ýmsum löndum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólakrans

Á námskeiðinu er búinn til fallegur jólakrans úr mjúku velour-efni sem skreyttur er með greni, borðum og slaufu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólakúlur

Á þessu námskeiði verða frauðkúlur skreyttar með alls konar perlum, böndum og glans-tvinna svo úr verður falleg jólakúla.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólalögin mín

Á námskeiðinu lærir þú að búa til lagalista með öllum uppáhalds-jólalögunum þínum sem þú getur svo spilað í desember. Þátttakendur mæta með eigin snjalltæki og búa til spilunarlista á Youtube eða Spotify með aðstoð kennara.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólaskraut - macramé

Á þessu námskeiði hnýtum við fallegt jólaskraut. Námskeiðið hentar þeim sem hafa gaman af handavinnu og að vinna með garn og þræði.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólaslökun

Margir eru orðnir vel kunnugir slökunarnámskeiðunum vinsælu í Fjölmennt. Á þessu námskeiði er slökunin tengd jólahátíðinni og aðdraganda hennar. Við tengjum þetta við dönsku hugmyndina um „Hygge“ sem er vinsæl um þessar mundir.

Á þessu námskeiði ætlum við að koma okkur vel fyrir undir teppi í notalegu andrúmslofti við snark í arineldi sem við framköllum með myndvarpa i stórri mynd. Ilmur af greni, heitu súkkulaði, kanil, negul og mandarínum fyllir rýmið. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólasmákökur

Þátttakendur baka smákökur sem þeir taka með sér heim.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 - 2 skipti

Jólaspinning

 Hvernig líst þér á að kíkja í jóla-spinning og láta reyna á styrk og þol í aðdraganda jólanna? 
 
 
 
Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 1 skipti

Jólastóla-fjör

Námskeiðið er ætlað fólki í rafmagnshjólastól. Gerðar verða ýmsar þrautir og leikir með jólatónlist. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólasöngvar

Námskeið fyrir þá sem finnst gaman að syngja jólalög. Notaleg jólastemning þar sem sungnir verða jólasöngvar sem allir þekkja. Þátttakendur eiga einnig kost á því að koma með hugmyndir að jólalögum sem sungin verða.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólaundirbúningur - leikur að skynhrifum

Unnið er með greni, negul, köngla, mandarínur/appelsínur, glitrandi efni eins og borða og málmpappír, jólaliti í krep-pappír eða öðrum efnum sem henta hópnum. 

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Lærðu að strauja jólafötin

Á námskeiðinu er kennd handtökin við að strauja föt. Þátttakendur koma með jólaskapið og eigin föt til að strauja.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Rafræn jólakort

Langar þig að senda jólakveðjur á facebook? Á þessu námskeiði lærir þú að senda jólakveðju rafrænt. Hægt verður að búa til myndband eða ljósmynd með "green screen". Ef þátttakendur eiga Ipad er gott að koma með hann.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti