Jólanámskeið

Jóla - palladans

Jólatónlist, stuð og dans. Þetta er fullkomin tími til að fá púlsinn aðeins upp með dansi og nokkrum æfingum með palli. Í lok tímans verður boðið upp á teygjur og slökun.

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 1 skipti

jóla-hjól

Er ekki tilvalið að koma sér í jólaskap með því að mæta og hjóla sig inn í jólin með taktföstum jólalögum?

Lesa meira
Staður: Íþróttahús fatlaðra
Tími: 1 skipti

Jólagleði og siðir í öðrum löndum

Langar þig að fræðast um jólahald í öðrum löndum? Á þessu námskeiði verður farið yfir ólíka jólasiði og jólahald víða um heim í stuttu máli og myndum. Einnig verða sungin jólalög frá ýmsum löndum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 - 2 skipti

Jólahvað?

Spjallað um jólalög, uppruna þeirra og fræðst um hvaðan jólalögin koma, um hvað þau fjalla og hvað gerir jólalög jólaleg.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólakerti

Þátttakendur velja sér mynd til að líma á kerti. Pensla kertið með lími og setja myndina á. Hægt er að setja borða eða annað á til skrauts ef vill.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólakonfekt – tilvalin jólagjöf

Þátttakendur útbúa einfalt jólakonfekt sem þeir taka með sér heim. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 - 2 skipti

Jólakrans

Á námskeiðinu er búinn til fallegur jólakrans úr mjúku velour-efni sem skreyttur er með greni, borðum og slaufu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólalögin mín

Á námskeiðinu lærir þú að búa til lagalista með öllum uppáhalds-jólalögunum þínum sem þú getur svo spilað í desember. Þátttakendur mæta með eigin snjalltæki og búa til spilunarlista á Youtube eða Spotify með aðstoð kennara.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólaslökun

Margir eru orðnir vel kunnugir slökunarnámskeiðunum vinsælu í Fjölmennt. Á þessu námskeiði er slökunin tengd jólahátíðinni og aðdraganda hennar. Við tengjum þetta við dönsku hugmyndina um „Hygge“ sem er vinsæl um þessar mundir.

Á þessu námskeiði ætlum við að koma okkur vel fyrir undir teppi í notalegu andrúmslofti við snark í arineldi sem við framköllum með myndvarpa i stórri mynd. Ilmur af greni, heitu súkkulaði, kanil, negul og mandarínum fyllir rýmið. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólasmákökur

Þátttakendur baka smákökur sem þeir taka með sér heim.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 - 2 skipti

Jólasöngvar

Námskeið fyrir þá sem finnst gaman að syngja jólalög. Notaleg jólastemning þar sem sungnir verða jólasöngvar sem allir þekkja. Þátttakendur eiga einnig kost á því að koma með hugmyndir að jólalögum sem sungin verða.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólatröll og sveinar

Búin eru til jólatröll úr íslenskum lopa. Notaðar eru þæfðar kúlur sem eru skreyttar.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti

Jólin og náttúran

Jólanámskeið í garðskála Grasagarðsi Reykjavíkur í Laugardal.

Við skoðum vetrarbúning náttúrunnar, fylgjumst með rökkrinu síga að og njótum jólastemmningar með heitum kakóbolla. 

Verið vel klædd til að staldra smástund úti, gott að hafa auka teppi ef þú notar hjólastól.

 

 

Lesa meira
Staður: Grasagarðurinn í Laugardal
Tími: 1 skipti

Piparkökur - leikur að skynhrifum

Bakaðar piparkökur, þannig að öll hráefni eru kynnt með snertingu, lykt og bragði. Hvernig þau blandast saman og verða að deigi og loks að kökum. Í seinni tímanum verða kökurnar málaðar og skreyttar.

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið að fólki með flóknar samsettar fatlanir.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 - 2 skipti

Rafræn jólakort

Langar þig að senda jólakveðjur á facebook? Á þessu námskeiði lærir þú að senda jólakveðju rafrænt. Hægt verður að búa til myndband eða ljósmynd með "green screen". Ef þátttakendur eiga Ipad er gott að koma með hann.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 1 skipti