Enska

Námskeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem lengra eru komnir í ensku.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á málnotkun, orðaforða, talmál og ritun.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái aukna tilfinningu fyrir ensku og auki við orðaforða sinn, geti skilið texta og fyrirmæli og fái þjálfun í að geta tjáð sig á ensku og náð betri tökum á framburði.
Viðfangsefni verður aðlagað eftir óskum og áhuga þátttakenda hverju sinni.
Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur.
Kennt verður tvisvar í viku 2 klst í senn þriðjudaga og fimmtudaga frá 17:00-19:00
Alls 20 klst.
Tímasetningar: 10 september – 10 október
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.