Enska í fjarkennslu

Þetta er námskeið fyrir byrjendur sem hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli. Farið verður í grunnatriði í tungumálinu, talmál, framburð og orðaforða. Einnig fá þátttakendur að kynnast menningu og siðum þjóðar.

Námskeiðið er kennt í gegnum tölvu eða snjalltæki þar sem kennari og þátttakandi "hittast" í rafrænni kennslustund og þátttakendur fá æfingar til þess að vinna heima á milli kennslustunda.

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn í 8. vikur..

Mælt er með að þátttakendur hafi tengilið sem getur aðstoðað við námið heima.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

 

Bréf  sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjarnámskeið
Verð: 13.000
Tími: 16 vikur