Fjármálalæsi og tímastjórnun

Á námskeiðinu verða kynntar fyrir nemendum hugmyndir til að skpuleggja tíma sinn betur. Fjallað verður m.a. um tímastjórnun. og hvernig takast má á við ýmsar hindranir í stjórnun daglegs lífs.

Farið yfir helstu þætti fjármála í dagsins önn og tekið mið af áhuga og námsþörf hvers og eins. Skoðuð verða hugtök sem einkenna fjármálaumhverfi nútímans út frá hagnýtum gildum s.s. laun, skattar, vextir, kílóverð, afsláttur, verðbólga o.s.frv. Einnig verður komið inn á neytendamál s.s. réttindamál neytenda, hagkvæmni í innkaupum og leiðir til að verja fjármunum á hagstæðan hátt t.d. með skipulagi í innkaupum og heimilisbókhaldi.

Lögð verður áhersla á létt andrúmsloft og að nemendur hafi áhrif á framgang námskeiðsins og eign persónulegu þróun.

Kennt verður á vorönn 2022
10 skipti - 1 sinni í viku - 1 1/2 klukkustund í senn 
Tími: Miðvikudagar kl. 16:00 - 17:30
Tímabil: Auglýst síðar

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 14.100
Tími: 10 skipti
Theodór Karlsson