Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir - valdefling

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur hafi vettvang til að efla þátttöku á eigin forsendum. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum tjáskiptaleiðum; að hver og einn hafi möguleika til tjáningar og samskipta og geti haft áhrif á framvindu námskeiðsins; að hver rödd heyrist.

 

Námskeiðið er sérstaklega fyrir fólk sem notar ekki hefðbundið talmál og vill styrkja sjálfsmynd sína og efla vald á eigin lífi.

Leitast er við að skapa öruggt og þægilegt umhverfi sem býður upp á samveru og samtal um áhugamál og annað sem hugurinn beinist að hverju sinni, eða svigrúm / tækifæri til einveru / kyrrðar.

Viðfangsefni miðast við áhuga hvers og eins, einstaklinglega eða í litlum hópi og eru valin í samvinnu við þátttakendur.

Ef þátttakendur vilja eða þarfnast aðstoðar tengla / aðstoðarfólks með þætti sem varða skipulag og framkvæmd svo sem viðfangsefni, tjáskiptaleiðir og búnað munu kennarar leita samvinnu við þau.

 

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeiðið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 20.800 - 28.800 kr
Tími: 7 - 16 vikur