Frísbí-golf

Hefur þú prófað frísbígolf? Langar þig að prufa? Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að kynnast þeirri vinsælu og stór-skemmtilegu íþrótt Frisbí-golfi.

Frisbí-golf eða folf er spilað svipað og hefðbundið golf nema með frisbí-diskum og er spilað úti. Takmarkið er að kasta frisbí-diskum í holun í eins fáum köstum og hægt er.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig best er að spila leikinn, farið yfir leikreglur og svo auðvitað spilað Frisbí-golf.

Ekki er nauðsynlegt að eiga frisbí-diska en þeir sem eiga diska eru hvattir til að koma með þá.

Námskeiðið fer fram á Klambratúni.

Ekki er gerð krafa um kunnáttu.

Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 18. maí - 30. maí. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Staður: Klambratún
Verð: 1.000
Tími: 1 skipti