Geðheilsa og leiðir til betra lífs

Langar þig að læra um geðheilsu og leiðir til að styrkja og hugsa vel um sig?

Fróðlegt og skemmtilegt námskeið um geðheilsu þar sem við munum tala um tilfinningar, streitu og hvernig er hægt er að láta sér líða betur.

Á námskeiðinu eru gerðar verklegar æfingar og þátttakendur fá tækifæri til þess að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti nýtt sér efni námskeiðsins í daglegu lífi. 

 

Dæmi um það sem við ætlum að læra:

  • Hvað er geðheilsa
  • Að þekkja tilfinningar
  • Núvitund og slökun
  • Bjargráð og streitustjórnun

 

Námskeiðið er helgarnámskeið nánari dagsetning auglýst síðar.

Staður:
Fjölmennt, Vínlandsleið 14.

Kennari á námskeiðinu er Íris Indriðadóttir og Guðrún Ólafsdóttir sálfræðingar hjá Björkini.

 

Staðfesting mun berast í tölvupósti þegar lágmarksþátttaka hefur náðst á námskeið

Staður: Fjölmennt
Verð: 7.500 kr
Tími: 2 skipti (helgarnámskeið)