H.A.F. jóga

H.A.F. Yoga (Holistic Aqua Flow Yoga) sem eru mjúkir og slakandi tímar í jógaflæði í vatni, hugleiðslu og fljótandi slökun. Gerðar eru teygjur og flæðisæfingar sem aðlagaðar eru að vatni. Notuð er núvitund og flot til að slaka vel á í vatninu. Hreyfing í vatni viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðva og losar streitu. Þú losar spennu í öllum líkamanum.

Að fljóta dregur úr streitu, léttir á eymslum, vinnur gegn svefnleysi, Þunglyndi og kvíða. Eftir gott flot finnur einstaklingurinn fyrir líkamlegri og andlegri endurnýjun.

Markmiðið er að ná að njóta þess að sleppa takinu í kyrrð og ró.

Tímarnir eru 45 min. 20 mín í æfingar og 25 mín í slökun og flot. Allur flotbúnaður er frá flothettu og er innifalin í námskeiðinu.

 

Námskeið 1 er kennt í sundlaug Klettaskóla á þriðjudögum kl 17:00-17:45  (15 manns).

Námskeiðið er 10 vikur. Nánari dagsetning kemur síðar.

Verð 51.000 kr.

Í Klettaskóla er mjög góð aðstaða fyrir fatlaða, lyftur í loftum og góður stigi út í laug.  Búningsklefar eru nokkrir þar á meðal einkaklefar.

 

Námskeið 2 er kennt í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudögum kl 15:30 -16:15 (5 manns).

Námskeiðið er 10.vikur. Nánari dagsetning kemur síðar.

Verð 51.000 kr

Sundlaug sérnámsbrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla er einstök skynörvunarsundlaug og er sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga.

 

Námskeiðið er fyrir alla óháð fötlun, aðstaðan er mjög góð fyrir þá sem hafa litla hreyfifærni.

Þeir sem þurfa aðstoð í klefa eða ofan í laug þurfa að hafa aðstoðarmann með sér.

Haft verður samband við umsækjendur í síma. 

Athugið! 

Námskeiðið er auglýst fyrir námskeiðshaldara og er ekki niðurgreitt af Fjölmennt. Það þýðir að sá sem sækir um H.A.F jóga getur líka sótt um námskeið hjá Fjölmennt.

 

 

Staður: Sjá nánar í námskeiðslýsingu
Verð: 51.000
Tími: 10 vikur