Hljómsveit

Námskeið fyrir þá sem langar að prófa að spila í hljómsveit og að eiga samspil með öðrum í gegnum tónlist.

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur því hvernig er að spila í hljómsveit. Rætt verður um helstu hljóðfæri í hefðbundinni popp / rokkhljómsveit. Lögð er áhersla á að hver og einn í hópnum verði þátttakandi í samspili með eða án aðstoðar. 

 Unnið verður ýmist með þekkt lög með einföldu undirspili eða með tónsmíð þátttakenda.

Kennt verður einu sinni í viku 2 kennslustundir í senn.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.700
Tími: 7 vikur